Fjörkálfar [1] (1989-93)

Upplýsingar óskast um hljómsveit/ir undir nafninu Fjörkálfar á árunum 1989 til 93, hugsanlega er um aðeins eina sveit að ræða en líklegt er að þær séu þrjár talsins. Sveit undir þessu nafni kom fram á skemmtistað í Reykjavík árið 1989, Fjörkálfar voru að öllum líkindum einnig starfandi í Keflavík árið 1992 og ári síðar lék…

Fjörkálfar [2] (1994)

Sumarið fóru þeir félagar, skemmtikraftarnir Hermann Gunnarsson og Ómar Ragnarsson, Haukur Heiðar Ingólfsson hljómborðsleikari, Vilhjálmur Guðjónsson gítarleikari og Pétur W. Kristjánsson bassaleikari, bílstjóri og framkvæmdastjóri hópsins af stað hringinn í kringum landið með skemmtidagskrá með söng, leik og grín fyrir börn undir nafninu Fjörkálfar í samstarfi við nokkur fyrirtæki og barnablaðið Æskuna en meginatriði dagskrárinnar…

Ómar Ragnarsson (1940-)

Það er óhætt að segja að Ómari (Þorfinni) Ragnarssyni verði ekki gerð skil í stuttu máli, svo víða kemur hann við í íslensku dægur- og menningarlífi. Ómar er kunnur fréttamaður, umhverfisverndarsinni, þáttagerðamaður, laga- og textahöfundur, rallökumaður, tónlistarmaður, flugmaður og sprellari svo nokkur dæmi séu hér nefnd en óneitanlega rís tónlistarferill hans hæst í þessari umfjöllun…