Hljómsveitakeppnin í Húsafelli [tónlistarviðburður] (1968-73 / 1987)

Útihátíðir voru haldnar um árabil um verslunarmannahelgina í Húsafellsskógi, lengi vel hafði verið tjaldað á staðnum án nokkurs skipulags en sumarið 1967 var þar líklega fyrst haldin útihátíð í nafni UMSB (Ungmennasambands Borgarfjarðar) undir heitinu Sumarhátíðin í Húsafelli. Ári síðar var hljómsveitakeppni haldin í fyrsta skipti á hátíðinni en það átti eftir að verða fastur…

Friður [1] (1969-70)

Hljómsveit starfaði á höfuðborgarsvæðinu í fáeina mánuði undir nafninu Friður en sveitin var skipuð meðlimum á unglingsaldri. Það munu hafa verið Vilhjálmur Guðjónsson gítarleikari og Ágúst Ragnarsson sem stofnuðu sveitina sumarið 1969 og fengu þá Braga Björnsson bassaleikara, Viðar Sigurðsson [söngvara?] og Rafn Sigurbjörnsson trommuleikara til liðs við sig. Sveitin gekk í fyrstu undir nafninu…

Gaddavír (1969-73)

Hljómsveitin Gaddavír úr Reykjavík var nokkuð þekkt á sínum tíma en hún starfaði um fjögurra ára skeið um og upp úr 1970. Hún var stofnuð sumarið 1969 og gekk fyrst undir nöfnum eins og Gröfin og síðan Friður, var fyrst um sinn fimm manna en þegar meðlimum sveitarinnar fækkaði niður í þrjá hlaut hún nafnið…