Haustfagnaður (1981)

Haustið 1981 fór hópur um landsbyggðina undir nafninu Haustfagnaður undir þeim formerkjum að skemmta lýðnum með skemmtana- og dansleikjahaldi. Hér voru á ferð Baldur Brjánsson töframaður, tvíburarnir Hörður og Haukur Harðarsynir sem sýndu bardagalistir og svo hljómsveitin Glæsir sem lék á dansleikjum á eftir. Svo virðist sem fyrirhugaður túr um alla landsfjórðunga hafi ekki verið…

Glæsir (1979-88)

Hljómsveitin Glæsir var húshljómsveit í Glæsibæ um árabil og hefur sjálfsagt leikið þar í um þúsund skipti þann áratug er sveitin starfaði þar en hún sérhæfði sig í gömlu dönsunum og tónlist fyrir fólk komið á miðjan aldur. Sveitin var upphaflega tríó sem Gissur Geirsson setti saman í þessu samhengi, ekki liggur fyrir hverjir skipuðu…

Gissur Geirsson (1939-96)

Gissur Geirs var einn af kóngum sveitaballanna á Suðurlandi þegar þau voru og hétu, hann starfrækti nokkrar sveitir sem allar nutu vinsælda þótt aldrei gæfu þær út lög á plötum. Gissur (Ingi) Geirsson smiður og landpóstur fæddist 1939 að Byggðarhorni í Flóa og bjó þar mestan hluta ævi sinnar sem og á Selfossi. Hann varð…