Gleðigjafar [2] (1996-)

Kór eldri borgara hefur starfað á Höfn í Hornafirði frá árinu 1996 að minnsta kosti undir nafninu Gleðigjafar. Litlar upplýsingar finnast um þennan kór en Guðlaug Hestnes hefur verið stjórnandi hans nánast frá stofnun af því er virðist. Kórinn hefur haft nokkra fasta tónleikapunkta í starfsemi sinni og hefur sent frá sér eitt lag á…

Gleðigjafar [3] (1999-)

Gleðigjafar er sönghópur starfandi í Gullsmára, félagsmiðstöð eldri borgara í Kópavogi. Gleðigjafar tóku til starfa að líkindum árið 1999 en Gullsmári opnaði haustið 1997 og því gæti saga sönghópsins teygt sig örlítið í þá áttina. Guðmundur Magnússon var lengi stjórnandi og undirleikari hópsins en líklega hefur það verið í höndum Dóru Georgsdóttur undanfarið. Óskað er…

Gleðigjafar [4] (2004-09)

Óskað er eftir upplýsingum um Gleðigjafa, hljómsveit sem starfaði innan sunnudagaskóla Hafnarfjarðarkirkju og mun hafa verið skipuð leiðtogum skólans. Fyrir liggur að sveitin starfaði að minnsta kosti á árunum 2004 til 09 og að Edgar Smári Atlason söng oft með henni, en annað er óljóst um Gleðigjafana, s.s. hverjir skipuðu sveitina, hversu lengi hún starfaði…

Gleðigjafar [5] (2004-)

Kór eldri borgara, Gleðigjafar hefur verið starfandi í Borgarnesi síðan árið 2004. Jón Þ. Björnsson var fyrsti stjórnandi Gleðigjafanna en Zsuzanna Budai hefur þó stjórnað honum lengst. Núverandi stjórnandi kórsins mun vera Jónína Erna Arnardóttir. Meðlimir Gleðigjafa hafa yfirleitt verið um þrjátíu talsins en þeir eru allir á aldrinum sextíu ára og eldri.

Gleðigjafar [1] (1991-2003)

André Bachmann starfrækti um árabil hljómsveit sem bar nafnið Gleðigjafar (einnig oft kölluð Gleðigjafarnir), sveitin hafði m.a. þá föstu punkta í starfsemi sinni að leika á dansleikjum fyrir fatlaða annars vegar og börn á Barnaspítala Hringsins hins vegar. Upphaf sveitarinnar má líklega rekja allt til haustsins 1991 en þá mun hún hafa komið fyrst fram,…