Steinsteypa (1995-96)

Hljómsveitin Steinsteypa starfaði á Siglufirði um eins árs skeið um miðjan tíunda áratug síðustu aldar og tók þá m.a. þátt í Músíktilraunum Tónabæjar. Steinsteypa var líklega stofnuð snemma sumars 1995 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Grétar Sigurðsson bassaleikari, Börkur Þórðarson söngvari, Sigþór Ægir Frímannsson gítarleikari og Helgi Svavar Helgason trommuleikari. Síðsumars hætti Grétar…

Combo 5 (1995)

Combo 5 var skammlíf djassveit sem lék á tónleikum á vegum Jazzþings sumarið 1995. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Grétar Sigurðsson saxófónleikari, Jón Aðalsteinsson píanóleikari, Elvar Bragason gítarleikari, Heimir Harðarson bassaleikari og Stefán Helgason trommuleikari.

Limbó [1] (1961-65)

Hljómsveitin Limbó frá Selfossi var skipuð ungum mönnum á uppleið í tónlistinni í árdaga bítls, sem sumir gerðu síðar garðinn frægan á öðrum vettvangi. Eitthvað er á reiki hvenær Limbó var stofnuð en heimildir nefna árin 1961-65, meðlimir sveitarinnar voru í upphafi ungir að árum, líklegast um fjórtán til fimmtán ára gamlir og er sveitin…