Herdís Hallvarðsdóttir (1956-)

Herdís Hallvarðsdóttir verður sjálfsagt alla tíð kennd við Grýlurnar en hún hefur þó komið mun víðar við sögu t.d. sem sólólistamaður, laga- og textahöfundur, og bassaleikari og söngvari hljómsveita eins og Hálft í hvoru og Islandica, þá hefur hún einnig staðið í útgáfumálum ásamt eiginmanni sínum Gísla Helgasyni, bæði á tónlist og hljóðbókum. Herdís er…

Risarokk [1] [tónlistarviðburður] (1982)

Tónleikar undir yfirskriftinni Risarokk voru haldnir í Laugardalshöllinni þann 10. september 1982. Á Risarokki leiddu saman hesta sína nokkrar þeirra hljómsveita sem höfðu komið fram í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík eftir Friðrik Þór Friðriksson. Sveitirnar voru Þursaflokkurinn, Þeyr, Baraflokkurinn, Egó, Grýlurnar og Ósómi, sú síðast talda var reyndar ekki ein þeirra sveita sem komið hafði…

Grýlurnar (1981-83)

Grýlurnar eru án efa þekktasta kvennasveit íslenskrar tónlistarsögu, þar kemur helst til frumkvæði þeirra sem slíkrar sveitar svo og framlag hennar í kvikmyndinni Með allt á hreinu. Sveitin varð ekki langlíf, ríflega tveggja ára gömul en lifir enn ágætu lífi í minningunni. Ragnhildur Gísladóttir hafði frumkvæðið að stofnun sveitarinnar snemma árs 1981 en hún hafði…

Grýlurnar – Efni á plötum

Grýlurnar – Grýlurnar [ep] Útgefandi: Spor / Hot ice music Útgáfunúmer: SPOR 1 / HIM 1500 Ár: 1981 / 1982 1. Fljúgum hærra 2. Don’t think twice 3. Gullúrið 4. Cold things Flytjendur: Linda Björk Hreiðarsdóttir – trommur og raddir Inga Rún Pálmadóttir – gítar og raddir Ragnhildur Gísladóttir – hljómborð og söngur Herdís Hallvarðsdóttir – bassi og raddir Grýlurnar –…