Guðgeir Björnsson (1954-)

Guðgeir Björnsson (f. 1954) er blústónlistarmaður á Egilsstöðum en þar hefur hann starfað um árabil m.a. með hljómsveitinni Bræðingi en einnig með hljómsveit í eigin nafni. Guðgeir hefur margsinnis komið fram á tónlistarhátíðum eystra s.s. Djasshátíð Egilsstaða, Norðurljósablús (blúshátíð Hornfirðinga) og Blúshátíð á Stöðvarfirði, bæði með hljómsveitum og einn á sviði. Þá hefur hann margoft…

Bræðingur (1978-81)

Hljómsveitin Bræðingur starfaði á Egilsstöðum eða nágrenni, fyrst á árunum 1978 og 79 og lék þá efni eftir Guðgeir Björnsson sem var aðalmaður sveitarinnar, og svo aftur 1981 en þá voru aðrir með honum í sveitinni og lék hún þá blandaða tónlist. Viðar Aðalsteinsson mun hafa verið söngvari síðari útgáfu hennar. Óskað er eftir upplýsingum…

Áslákur [2] (1979-81)

Hljómsveitin Áslákur starfaði á Egilsstöðum (ein heimild segir Hlöðum) um 1980. Sveitin mun að mestu hafa verið í sveitaballageiranum og var stofnuð haustið 1979, meðlimir hennar voru Sigurður Friðrik Lúðvíksson gítarleikari, Jón Ingi Arngrímsson bassaleikari, Ragnar Á. Þorsteinsson trommuleikari og Stefán Snædal Bragason hljómborðsleikari. Viðar Aðalsteinsson var söngvari sveitarinnar um tíma. Hann söng þó ekki…