Soulblómi (1991-92)

Veturinn 1991 til 92 var starfrækt hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu sem bar nafnið Soulblómi en hún mun eins og nafnið reyndar gefur til kynna, hafa leikið soultónlist. Lítið er vitað um þessa sveit annað en að Guðjón Bergmann [söngvari?] og Bergur Bernburg [hljómborðsleikari?] voru í henni, upplýsingar óskast um aðra meðlimi sveitarinnar.

Veröld (1991-92)

Hljómsveitin Veröld birtist sumarið 1992 á safnplötunni Bandalög 5 með lag sitt, Kúturinn en meira heyrðist ekki frá sveitinni. Veröld var stofnuð haustið 1991 og var markmiðið þá að koma út lagi sumarið eftir, það gekk eftir sem fyrr segir en lagið vakti ekki mikla athygli, um var að ræða eins konar popprokk og í…

Óttablandin virðing (1991)

Óttablandin virðing var skammlíf hljómsveit starfandi sumarið 1991 en þrír meðlimir hennar höfðu verið viðloðandi uppfærslu Menntaskólans við Hamrahlíð á söngleiknum Rocky horror picture show veturinn á undan. Þremenningarnir voru Kristján Eldjárn gítarleikari, Guðjón Bergmanna söngvari og Guðmundur Stefánsson trommuleikari en auk þeirra voru Hjörtur Howser hljómborðsleikari og Bergur Heiðar Birgisson bassaleikari í Óttablandinni virðingu.