Hljómsveit Skafta Sigþórssonar (1953-56)

Tónlistarmaðurinn Skafti Sigþórsson starfrækti um miðbik sjötta áratugarins hljómsveit eða hljómsveitir því ekki virðist um samfellda sögu að ræða. Fyrsta hljómsveit Skafta Sigþórssonar lék sumarið 1953 í Þórscafe en engar upplýsingar eru tiltækar um skipan þeirrar sveitar. Ári síðar virðist sem Tage Möller píanóleikari, Guðjón Matthíasson harmonikkuleikari, Ágúst Guðmundsson harmonikkuleikari, Lárus Jónsson trommuleikari og Skafti…

Hljómsveit Óskars Cortes (1935-65)

Tónlistarmaðurinn Óskar Cortes starfrækti nokkrar vinsælar hljómsveitir á sínum tíma, flestar þeirra voru danshljómsveitir en hann var jafnframt einnig með strengjasveit í eigin nafni. Fyrstu sveitir Óskars störfuðu á Siglufirði en þangað fór hann fyrst sumarið 1935 ásamt Hafliða Jónssyni píanóleikara en sjálfur lék Óskar á fiðlu, síðar það sama sumar bættist Siglfirðingurinn Steindór Jónsson…

Sverrir Guðjónsson (1950-)

Líklega eru fáir sem hafa komið að íslenskri tónlist með jafn fjölbreytilegum hætti sem söngvari en Sverrir Guðjónsson en hann hefur sungið bæði á tónleikum og á plötum sem barnastjarna, gömludansasöngvari, þjóðlagasöngvari, poppsöngvari, spunadjasssöngvari, kórsöngvari og kontratenórsöngvari með áherslu á barrokk og endurreisnartónlist en hann hefur einnig leikið á trommur, gítar og píanó, komið fram…

Fjórir félagar [2] (1974-80)

Litlar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem bar nafnið Fjórir félagar, og lék gömlu dansana hjá dansklúbbnum Eldingu í Hreyfilshúsinu við Grensásveg á árunum 1974 til 80. Vitað er að Guðjón Matthíasson harmonikkuleikari tilheyrði Fjórum félögum í upphafi en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi sveitarinnar. Inga Jónasar (Ingibjörg Jónasdóttir) frá Suðureyri…

Guðjón Matthíasson (1919-2003)

Tónlistarmaðurinn Guðjón Matthíasson er stærra nafn í íslenskri tónlistarsögu en margir gera sér grein fyrir, á þriðja hundrað laga hans hafa komið út á plötum auk fjölmargra texta en auk þess er hann sá harmonikkuleikari hérlendis sem sent hefur frá sér flestar plötur, ýmist sem sólóhljóðfæraleikari og með hljómsveitum sínum. Guðjón Matthíasson fæddist á Einarslóni…

GM-tónar [útgáfufyrirtæki] (1967-91)

GM tónar (G.M. tónar) var útgáfufyrirtæki Guðjóns Matthíassonar harmonikkuleikara en hann gaf út nokkrar plötur, bæði smáskífur og breiðskífur með eigin efni um nokkurra áratuga skeið, ýmist í eigin nafni eða hljómsveitar hans. Eins og nafnið gefur til kynna stendur GM fyrir Guðjón Matthíasson en fyrsta platan kom út árið 1967 og hafði að geyma…

Afmælisbörn 30. apríl 2015

Í dag er eitt afmælisbarn hjá Glatkistunni: Guðjón Matthíasson harmonikkuleikari, lagasmiður og hljómsveitastjóri fæddist á þessum degi 1919. Guðjón hóf sinn feril reyndar sem söngvari en starfrækti síðar harmonikkusveitir undir eigin nafni og fjölmargar plötur komu út með harmonikkuleik hans, hann samdi jafnframt lög sem m.a. unnu til verðlauna í dægurlagakeppnum SKT á árum áður.…