Hljómsveit Guðmundar Eiríkssonar (1983-89)

Guðmundur Eiríksson var við tónlistarnám í Kaupmannahöfn um nokkurra ára skeið á níunda áratugnum og var á þeim tíma virkur í samfélagi Íslendinga í Danmörku. Hann kom fram á ýmsum samkomum og skemmtunum Íslendingafélagsins í borginni og starfrækti einnig hljómsveitir, sem léku djass og almenna danstónlist. Ein þessara hljómsveita, sem lék margoft á dansleikjum Íslendingafélagsins,…

Skólahljómsveit Hveragerðis (1977-95)

Skólahljómsveit Hveragerðis var starfrækt um árabil innan grunnskólans í Hveragerði og var fastur liður í menningarlífi bæjarins, lék við ýmis tækifæri innan grunnskólans, í kirkjustarfinu og þegar kveikt var á jólatréi þeirra Hvergerðinga við upphaf aðventu, þá lék sveitin við ýmis einstök tilefni eins og t.d. við vígslu Hótels Arkar árið 1986 og fór að…

Bítilbræður (2014-)

Hljómsveitin Bítilbræður hefur verið starfandi frá árinu 2014 og leikur mestmegnis eins og nafn hennar gefur kannski til kynna, tónlist frá sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Það var Guðjón B. Hilmarsson trommuleikari sem stofnaði sveitina árið 2014 og aðrir stofnmeðlimir voru þeir Þórólfur Guðnason bassaleikari og söngvari, Guðmundur Eiríksson hljómborðsleikari og söngvari, Ársæll Másson…

Amon Ra (1971-82)

Amon Ra (AmonRa) er klárlega ein þekktasta hljómsveit Austfirðinga fyrr og síðar og skipar sér með merkilegri sveitum áttunda áratugarins. Fjölmargir síðar þekktir tónlistarmenn fóru í gegnum þessa sveit og mætti kannski segja hana hafa verið eins konar uppeldisstöð tónlistarmanna á sínum tíma en fjöldi þeirra var líklega um fjörutíu, eftir því sem Dr. Gunni segir…