Hljómsveit Jóns Sigurðssonar [3] (1978-92)

Hljómsveit Jóns Sigurðssonar bankamanns lék fyrir gömlu dönsunum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið frá því undir lok áttunda áratugar síðustu aldar og fram á þann tíunda en dansleikir sveitarinnar voru kjörinn félagslegur vettvangur fyrir þá sem komnir voru af allra léttasta skeiðinu. Jón Sigurðsson sem hér er um rætt var yfirleitt kallaður Jón í bankanum eða…

Bergmenn [1] (1978-83)

Gömludansabandið Bergmenn lék víðs vegar um landið og jafnvel víðar um nokkurra ára skeið á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Ekki liggur alveg fyrir hvenær sveitin var stofnuð en það gæti allt eins hafa verið árið 1974 þótt elstu heimildir um hana séu frá því í febrúar 1978. Bergmenn voru Ásgeir Sverrisson harmonikkuleikari, Njáll…

Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar (1964-80)

Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar harmonikkuleikara sérhæfði sig í gömlu dönsunum um árabil, lengst af í Þórscafé, og var með langlífari sveitum í bransanum. Sveitin var stofnuð 1964 og starfaði sleitulaust til 1975 en eitthvað slitrótt eftir það, hún starfaði þó að minnsta kosti til 1980 en þá var hún líkast til endanlega hætt. Sveitin kom aftur saman…