Hljómsveit Guðmundar Hjaltasonar (2007)

Hljómsveit Guðmundar Hjaltasonar á Ísafirði var líklega sett saman fyrir eina uppákomu, dansleik í tengslum við óhefðbundnu fegurðarsamkeppnina Óbeisluð fegurð sem haldin var í félagsheimilinu í Hnífsdal vorið 2007. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit, Guðmundur sem hljómsveitin er kennd við, hefur leikið með ýmsum hljómsveitum fyrir vestan og hefur væntanlega verið…

Gabríel [1] (1980-82 / 2002-03)

Ísfirska hljómsveitin Gabríel starfaði í nokkur ár og var þá öflug í ballspilamennskunni á Vestfjörðum. Sveitin var stofnuð haustið 1980 á Ísafirði og voru Guðmundur Hjaltason söngvari og Kristinn Níelsson gítarleikari þar fremstir í flokki, aðrir meðlimir voru Alfreð Erlingsson hljómborðsleikari, Hólmgeir Baldursson trommuleikari og Þorsteinn Bragason bassaleikari, Jón Hallfreð Engilbertsson mun hafa tekið við…

Allsherjarfrík (1982-83)

Allherjarfrík var pönksveit, starfandi á Ísafirði snemma á níunda áratug liðinnar aldar. Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit en meðlimir hennar voru 1982 þeir Kristinn Níelsson gítarleikari, Bjarni (Brink) Brynjólfsson söngvari (síðar ritstjóri Séð & heyrt), Guðmundur Hjaltason bassaleikari og Sigurður G. Sigurðsson trommuleikari. Sveitin átti efni á safnsnældunni Ísfirskar nýbylgjugrúbbur (1983).

Dolby (1985-92)

Hljómsveitin Dolby er frá Ísafirði en hún var starfandi a.m.k. á árunum 1985-92. 1989 komu út lög með henni á safnplötunni Vestan vindar. Meðlimir voru þar Guðmundur Hjaltason söngvari og bassaleikari, Alfreð Erlingsson hljómborðsleikari, Jón Hallfreð Engilbertsson gítarleikari og Hilmar Valgarðsson trommuleikari. Einnig léku með sveitinni á plötunni þeir Jónas Björnsson og Sigurður Jónsson á…