N1+ (1994)
N1+ (Enn einn plús) var hljómsveit sem herjaði á sveitaballamarkaðinn 1994. Meðlimir þessarar sveitar voru Sigríður Beinteinsdóttir söngkona, Guðmundur Jónsson gítarleikari, Friðrik Karlsson gítarleikari, Þórður Guðmundsson bassaleikari og Halldór Gunnlaugur Hauksson trommuleikari. Hljómsveitin hafði mánuðina á undan starfað á Hótel Íslandi (frá áramótum) undir nafninu Hljómsveit Siggu Beinteins og þá einnig haft hljómborðsleikarann Eyþór Gunnarsson…

