Swingtríó Ívars Þórarinssonar (1939-42)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Swingtríó Ívars Þórarinssonar (einnig kallað Sving tríóið) starfaði á árunum fyrir og í kringum heimsstyrjöldina síðar, líklega frá 1939 til 42. Swingtríóið lék einkum í kabarett- og revíusýningum á höfuðborgarsvæðinu og innihélt þá Ívar Þ. Þórarinsson hljómsveitarstjóra og fiðluleikara, Einar B. Waage kontrabassaleikara og Guðmund Karlsson gítarleikara, allir sungu þeir…

Flintstones [1] (1967-68)

Seint á sjöunda áratug síðustu aldar, 1967 og 68 að minnsta kosti, starfaði hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Flintstones en þá um svipað leyti höfðu samnefndir teiknimyndaþættir verið á dagskrá Kanasjónvarpsins, og síðar einnig Ríkissjónvarpsins. Flintstones lék nokkuð með öðrum og þekktari sveitum s.s. Pops og Dátum í Breiðfirðingabúð og víðar, og kom einnig fram…

Toxic (1964-67)

Hljómsveitin Toxic var ein fjölmargra bítlasveita sem spruttu fram á sjónarsviðið um og eftir miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Sveitin var á meðal þeirra vinsælustu en galt þess að gefa ekki út plötu enda flutti hún einungis tónlist eftir aðra. Toxic var stofnuð í Réttarholtsskóla og varð fljótlega mjög virk, það liðu ekki margir mánuðir…