Háskólakórinn (1972-)

Kórar höfðu verið starfræktir innan Háskóla Íslands svo til samfleytt frá þriðja áratug 20. aldarinnar en það voru lengst af karlakórar undir nafninu Stúdentakórinn. Á öndverðum áttunda áratugnum voru kröfur um blandaðan háskólakór þó orðnar sífellt hærri enda var þá kven- og jafnréttisbaráttan í mikilli sókn og svo fór að slíkur kór var loks settur…

Skólahljómsveitir Tónlistarskólans á Akureyri (1956-)

Innan Tónlistarskólans á Akureyri (Tónlistarskóla Akureyrar) hefur jafnan verið blómlegt hljómsveitastarf og voru áttundi og níundi áratugur síðustu aldar einkar blómlegir hvað það varðar, erfitt er að henda reiður á fjölda þeirra því þær hafa verið af alls konar tagi og af ýmsum stærðum. Tónlistarskólinn á Akureyri var stofnaður 1946 og þrátt fyrir að eiginleg…

Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur (1972-2000)

Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur (einnig nefndur Kór Trésmiðafélags Reykjavíkur) starfaði um árabil og var lengi vel eini kórinn sem kenna mætti við verkalýðsfélag, saga kórsins spannaði hátt í þrjá áratugi. Það munu hafa verið Jón Snorri Þorleifsson þáverandi formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur og Hannes Helgason sem fyrst vörpuðu fram þeirri hugmynd að stofna kór innan félagsins og…

Kammerhljómsveit Akureyrar (1986-93)

Kammerhljómsveit Akureyrar starfaði um nokkurra ára skeið en hún var undanfari Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Það voru nokkrir kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri sem komu að stofnun sveitarinnar sumarið 1986 en hún var stofnuð formlega þá um haustið. Segja má að stofnun sveitarinnar hafi verið eins konar hugsjónastarf. Starfsemi sveitarinnar var frá upphafi í nokkuð föstum skorðum…