Fást (1985-86)

Hljómsveitin Fást starfaði á Sauðárkróki um eins ár skeið um miðjan níunda áratug síðustu aldar, og lék nokkuð á dansleikjum nyrðra. Fást var stofnuð haustið 1985 og voru meðlimir hennar Sigurður Ásbjörnsson hljómborðsleikari, Guðrún Oddsdóttir söngkona, Sólmundur Friðriksson bassaleikari, Kristján Baldvinsson trommuleikari, Eiríkur Hilmisson gítarleikari og Magnús Helgason söngvari. Sveitin gerði út á ballmarkaðinn í…

Neyðin (1989)

Hljómsveitin Neyðin starfaði í Reykjavík árið 1989 en þá tók hún þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar. Meðlimir sveitarinnar voru Stefán H. Henrýsson hljómborðsleikari (Sóldögg), Þórhallur G. Sigurðsson bassaleikari, Jón Þór Jónsson gítarleikari, Guðrún Oddsdóttir söngkona, Guðlaugur Þorleifsson trommuleikari og Þórður Vagnsson saxófónleikari.