Gústavus (1970-78)
Ballhljómsveitin Gústavus (stundum ritað Gústafus) starfaði á Akureyri um nokkurra ára skeið á áttunda áratug síðustu aldar og lék tónlist fyrir alla aldurshópa. Sveitin var stofnuð sumarið 1970 og voru meðlimir hennar í upphafi Guðmundur Meldal trommuleikari, Snorri Guðvarðarson gítarleikari, Finnur Finnsson bassaleikari og Björgvin Baldursson gítar- og harmonikkuleikari. Sveitin þótt leika meira rokk en…

