Hinir geðþekku fautar (um 1995)

Hljómsveit sem ber nafnið Hinir geðþekku fautar starfaði undir lok 20. aldarinnar en mun mestmegnis hafa leikið í einkasamkvæmum eins og brúðkaupum innan vinahópsins. Upplýsingar um þessa hljómsveit eru af skornum skammti, hún var líklega virkust á seinni hluta tíunda áratugarins en var endurvakin að minnsta kosti í eitt skipti síðar, árið 2007. Meðal meðlima…

Synir Raspútíns (1991-94 / 2010-14)

Margir muna eftir hljómsveitinni Sonum Raspútíns en hún var töluvert áberandi í spilamennsku sinni á fyrri hluta tíunda áratugarins og sendi þá frá sér lag sem naut vinsælda en kom aldrei út á plötu. Nokkrar mannabreytingar voru innan sveitarinnar og sumir meðlima hennar urðu síðar þekktir tónlistarmenn og reyndar einnig á öðrum sviðum mannlífsins. Synir…

Mímisbandið (um 1995)

Hljómsveitin Mímisbandið var starfrækt innan heimspekideildar Háskóla Íslands í kringum 1995. Fáar heimildr er að finna um Mímisbandið en meðal meðlima sveitarinnar voru fóstbræðurnir Hafþór Ragnarsson og Haraldur Gunnlaugsson sem líklega sungu báðir og léku á gítara. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Brak [3] (2002-07)

Dúettinn Brak vakti nokkra athygli árið 2004 þegar hann gaf út tólf laga plötu en lítið fór fyrir sveitinni eftir það. Þeir Hafþór Ragnarsson og Haraldur Gunnlaugsson höfðu starfað saman að tónlist um langan tíma en létu verða að því að taka upp plötu árið 2002 og sáu þeir mestmegnis um þá vinnu sjálfir. Sú…

Blátt blóð (um 1990)

Blússveitin Blátt blóð var starfrækt um tíma á tíunda áratug síðustu aldar, ekki liggur þó fyrir nákvæmlega hvenær. Þeir fóstbræður, Haraldur Gunnlaugsson og Hafþór Ragnarsson voru meðal sveitarliða, auk þess sem Tómas Jóhannesson var trommuleikari hennar en engar upplýsingar finnast um aðra meðlimi sveitarinnar.

Salernir [2] (um 1990)

Salernir var pönksveit sem félagarnir Haraldur Gunnlaugsson og Hafþór Ragnarsson úr Brak voru saman í, að öllum líkindum á níunda áratug síðustu aldar. Allar frekari upplýsingar um þessa sveit og aðra meðlimi hennar væru vel þegnar.