Sweet peace (um 1973)

Hljómsveitin Sweet peace starfaði í  Hagaskóla líklega í kringum 1973 eða 74. Um þessa sveit eru fáar heimildir, vitað er að Eggert Pálsson sem síðar varð slagverksleikari var í sveitinni og lék þar líkast til á trommur eða hljómborð en um aðra meðlimi hennar er ekki vitað og er því óskað eftir upplýsingum um þá…

Cogito (1970-)

Hljómsveitin Cogito var stofnuð í Hagaskóla árið 1970 og hefur í raun aldrei hætt störfum þótt starfsemi hennar hafi stundum legið niðri svo árum skiptir á stundum. Sveitin bar upphaflega heitið Cogito ergo sum (latn. Ég hugsa, þess vegna er ég) en þeir félagar styttu nafnið fljótlega í Cogito en þeir voru flestir lítt meðvitaðir…

Tunglskinstríóið (1978)

Tunglskinstríóið var hljómsveit starfandi í Hagaskóla árið 1978. Meðlimir hennar voru þau Bragi Ólafsson og Friðrik Erlingsson sem síðar voru í Purrki pillnikk og fleiri sveitum, og Jóhanna Steinunn Hjálmtýsdóttir (Hanna Steina), síðar í Orgil o.fl. Engar upplýsingar er að hafa um hljóðfæraskipan tríósins en hér er þó giskað á að Hanna Steina hafi sungið.…