Afmælisbörn 16. maí 2024

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Jónas Sigurðsson skal fyrstan telja en hann er fimmtugur og fagnar því stórafmæli í dag. Jónas hafði spilað á trommur með fjölmörgum hljómsveitum á sínum yngri árum og má þar nefna bönd eins Sólstrandagæjana, Trassana, Ýmsa flytjendur og Blöndustrokkana. Sólóferill Jónasar hófst 2006 þegar fyrsta…

Afmælisbörn 16. maí 2023

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Jónas Sigurðsson skal fyrstan telja en hann er fjörutíu og níu ára gamall í dag. Jónas hafði spilað á trommur með fjölmörgum hljómsveitum á sínum yngri árum og má þar nefna bönd eins Sólstrandagæjana, Trassana, Ýmsa flytjendur og Blöndustrokkana. Sólóferill Jónasar hófst 2006 þegar fyrsta…

Gaulverjar (1979)

Hljómsveitin Gaulverjar starfaði innan Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi vorið 1979 en þá lék sveitin m.a. á Listahátíð barnanna sem haldin var um það leyti. Meðlimir Gaulverja voru þeir Jón Gústafsson [?], Kristinn Þórisson [?], Þorsteinn Jónsson [?] og Halldór Halldórsson bassaleikari en upplýsingar vantar um fimmta meðlim hljómsveitarinnar. Þeir Jón, Kristinn og Þorsteinn störfuðu einnig saman…

Taktík [2] (1999-2000)

Hljómsveitin Taktík fór mikinn á Kringlukránni um síðustu aldamót en lék einnig eitthvað utan Kringlunnar. Meðlimir Taktíkur voru Ómar Diðriksson söngvari og gítarleikari, Halldór Halldórsson bassaleikari, Baldur Ketilsson gítarleikari[?] og Sigurvaldi Ívar Helgason trommuleikari. Sveitin lifði aldamótin af en varla meira en það.

Durex colour (1984-86)

Hljómsveitin Durex colour starfaði á Árskógsströnd á árunum 1984 til 86. Meðlimir sveitarinnar voru ungir að árum en þeir voru Hilmir Svavarsson trommuleikari, Steingrímur Karlsson hljómborðsleikari, Frímann Rafnsson gítarleikari og Halldór Halldórsson bassaleikari.

Svefnpurkur (1983-84)

Hljómsveitin Svefnpur[r]kur starfaði 1983 og 84, tók þátt í Músíktilraunum haustið 1983 en komst ekki í úrslit. Sagan segir að nafnið hafi komið til sem eins konar skírskotun til Purrks Pillnikks. Upplýsingar um meðlimi sveitarinnar sem munu hafa verið 12 og 13 ára gamlir nemendur í Vogaskóla, eru af skornum skammti en fyrir liggur að…