Ríó tríó [2] (1965-2011)

Ríó tríó á eina lengstu ferilssögu íslenskrar dægurlagasögu og þó sú saga hafi ekki verið alveg samfleytt spannar hún tæplega hálfa öld og um tuttugu og fimm plötur sem selst hafa í mörgum tugum þúsunda eintaka. Samstarfið hófst sem þjóðlagatríó, þróaðist um tíma í popp með þjóðlagaívafi, jafnvel með áherslu á jólatónlist um tíma en…

Halldór Fannar [1] (1948-2012)

Halldór Fannar (Valsson) (f. 1948) var áberandi um tíma í íslensku tónlistarlífi þegar hann ásamt félögum sínum í Kópavogi stofnuðu þjóðlagasveitina Ríó tríó ungir að árum árið 1965. Hann lék og söng t.a.m. inn á tvær litlar plötur með sveitinni. Áður hafði hann verið í Rokkunum og Kviðagilskvartettnum sem voru undanfari Ríósins. Halldór Fannar hætti…