Afmælisbörn 10. apríl 2025

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi. Tryggvi G. Hansen torfhleðslu-, tónlistar- og fjöllistamaður er sextíu og níu ára gamall í dag en hann hefur verið þekktastur síðustu árin fyrir að búa í tjaldi í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Tryggvi á þó einnig tónlistarferil að baki en þrjár plötur komu út tengdar honum á tíunda…

Afmælisbörn 10. apríl 2024

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi. Tryggvi G. Hansen torfhleðslu-, tónlistar- og fjöllistamaður er sextíu og átta ára gamall í dag en hann hefur verið þekktastur síðustu árin fyrir að búa í tjaldi í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Tryggvi á þó einnig tónlistarferil að baki en þrjár plötur komu út tengdar honum á tíunda…

Hallgrímur Þorsteinsson (1864-1952)

Segja má að Hallgrímur Þorsteinsson hafi stutt verulega við framgang lúðrasveitatónlistar hér á landi en hann stofnaði og stýrði fjölmörgum slíkum sveitum um ævi sína, hann var einnig organisti, söngkennari og kórstjóri víða um land. Hallgrímur var fæddur í uppsveitum Árnessýslu, vorið 1864 nánar tiltekið að Götu í Hrunamannahreppi. Hann var sendur þriggja ára gamall…

Söngfélagið Víkverjar (1925)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um kór sem gekk undir nafninu Söngfélagið Víkverjar og starfaði á höfuðborgarsvæðinu haustið 1925. Svo virðist sem Hallgrímur Þorsteinsson hafi stjórnað því en engar aðrar upplýsingar liggja fyrir um þetta söngfélag.

Söngfélagið Bragi [2] (1920-24)

Karlakór var stofnaður innan verkamannafélagsins Dagsbrúnar vorið 1920 og starfaði í nokkur ár undir nafninu Söngfélagið Bragi. Félagið var afar virkt, um þrjátíu manns skráðu sig strax í það og fljótlega var sú tala komin upp í fjörutíu – ekki liggur fyrir hvort fjölgaði enn frekar í því. Pétur Lárusson var ráðinn söngkennari og söngstjóri…

Söngfélag ungtemplara (1913-14)

Söngfélag ungtemplara var starfrækt veturinn 1913 til 14 undir stjórn Hallgríms Þorsteinssonar en sá kór var skipaður um 40-50 börnum á unglingsaldri og hélt að minnsta kosti tvenna tónleika vorið 1914. Hér er giskað á að um hafi verið að ræða sameiginlegt söngfélag allra ungmennastúkanna í Reykjavík en slíkt söngfélag hafði einnig verið sett saman…

Gígjan [5] (1915-22)

Lúðrasveitin Gígjan var starfandi í Reykjavík um sjö ára tímabil á fyrri hluta síðustu aldar. Hún er einn undanfari Lúðrasveitar Reykjavíkur. Gígjan var stofnuð 1915 af Hallgrími Þorsteinssyni og fleirum upp úr lúðrasveit góðtemplara sem hafði borið nafnið Svanur (líkt og önnur lúðrasveit síðar). Litlar upplýsingar liggja fyrir um þessa sveit en Reynir Gíslason mun…