Afmælisbörn 28. ágúst 2025

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Magnús Þór Sigmundsson tónlistarmaður er sjötíu og sjö ára gamall í dag. Magnús Þór er auðvitað kunnastur fyrir samstarf sitt með Jóhanni Helgasyni, sbr. Magnús & Jóhann, en saman störfuðu þeir líka sem Pal brothers og í hljómsveitinni Change. Magnús Þór hefur ennfremur gefið út fjöldann…

Afmælibörn 28. ágúst 2024

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Magnús Þór Sigmundsson tónlistarmaður er sjötíu og sex ára gamall í dag. Magnús Þór er auðvitað kunnastur fyrir samstarf sitt með Jóhanni Helgasyni, sbr. Magnús & Jóhann, en saman störfuðu þeir líka sem Pal brothers og í hljómsveitinni Change. Magnús Þór hefur ennfremur gefið út fjöldann…

Hallgrímur Bergsson (1958-)

Hallgrímur Bergsson tónlistarmaður hefur samið og sent frá sér lög í gegnum tíðina en hann starfaði jafnframt m.a. með hljómsveitinni Eglu frá Fáskrúðsfirði um skeið. Hallgrímur (f. 1958) bjó fyrstu æviárin á Stöðvarfirði en var lengi vel á Fáskrúðsfirði á yngri árum sínum einnig, þar í bæ starfaði hann sem hljómborðsleikari með hljómsveitum eins og…

Standard (1980)

Hljómsveit sem bar nafnið Standard starfaði um hríð á Fáskrúðsfirði – líklega um nokkurra mánaða skeið, á þeim tíma náði hún að koma suður til Reykjavíkur haustið 1980 og leika í Klúbbnum en um svipað leyti kom út kassetta með sveitinni sem bar einfaldlega nafnið Demo en hún hafði verið tekin upp í Stúdíó Bimbó…

Orfeus [2] (um 1980)

Hljómsveitin Orfeus starfaði á Fáskrúðsfirði um eða fyrir 1980. Hljómsveitin Standard var stofnuð upp úr Orfeus 1980 en hún varð síðar að Eglu. Meðlimir Orfeusar voru þau Sandra Serle Lingard söngkona, Hallgrímur Bergsson píanóleikari, Ólafur Ólafsson bassaleikari, Óðinn Gunnar Óðinsson gítarleikari, Kristján Þorvaldsson orgelleikari (síðar ritstjóri Séð og heyrt), Brynjar Þráinsson trommuleikari, Árni Óðinsson gítarleikari…

Egla (1980 / 2006-)

Hljómsveitinni Eglu frá Fáskrúðsfirði skaut snögglega upp á stjörnuhimininn haustið 1981 þegar hún gaf út sína fyrstu og einu plötu en hún hvarf þaðan jafnharðan litlu síðar þegar plötugagnrýnin varð í neikvæðari kantinum. Sveitin var að líkindum stofnuð snemma árs 1980 upp undir nafninu Standard en breytti nafni sínu í Eglu eftir mannabreytingar sumarið 1981…

Egla – Efni á plötum

Egla – Maður er manns gaman Útgefandi: Stúdíó Bimbó Útgáfunúmer: SB 004 Ár: 1981 1. Daði dyravörður 2. Fríða 3. Fæðingarvottorðið 4. Rauðhetta og úlfurinn 5. Ég held að ég sé stónd 6. Raunir skrifstofumannsins 7. Síðasta lag fyrir fréttir 8. Maður er manns gaman 9. Játning 10. Missir 11. Stína 12. Söknuður Flytjendur Finnur Eydal…