Fougners (?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar heitið Fougners en ekki liggur fyrir hvenær hún starfaði. Hallur Guðmundsson mun hafa verið einn meðlima hennar og gæti hann hafa leikið á bassa, en aðrar upplýsingar finnast ekki um Fougners.

Moonboots (1994-)

Hljómsveitin Moonboots (einnig The Moonboots) fór mikinn á öldurhúsum borgarinnar og víðar í kringum aldamótin síðustu en sveitin sérhæfði sig í ábreiðum frá níunda áratugnum sem féllu í góðan jarðveg hjá fólki, einkum á menntaskólaaldri. Moonboots mun hafa verið stofnuð á fyrri hluta árs 1994 innan Menntaskólans við Hamrahlíð en sami hópur að mestu hafði…

Pentagram (1985-87)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Pentagram sem að öllum líkindum var starfandi á árunum 1985-87. Þó liggur fyrir að Hallur Guðmundsson var bassaleikari sveitarinnar en annað er ekki að finna um þessa hljómsveit.

JU87 (1985-87)

Hljómsveitin JU87 (e.t.v. JU 87) starfaði á árunum 1985-87 og innihélt m.a. bassaleikarann Hall Guðmundsson (Brúðkaup Fígarós, Varsjárbandalagið o.fl.). Engar aðrar upplýsingar finnast um þessa sveit en þær væru vel þegnar.

Brúðkaup Fígarós (1989)

Hljómsveitin Brúðkaup Fígarós var starfandi 1989 en þá tók sveitin þátt í Músíktilraunum. Meðlimir sveitarinnar voru Karl Olgeirsson hljómborðsleikari, Ásgeir Páll Ágústsson söngvari, Gísli Leifsson trommuleikari, Hallur Guðmundsson bassaleikari og Trausti Örn Einarsson gítarleikari. Sveitin komst ekki í úrslit.

Zafír (1989-91)

Hljómsveit að nafni Zafír var starfandi allavega á árunum 1989-91 og innihélt bassaleikarann Hall Guðmundsson. Engar aðrar upplýsingar liggja þó fyrir um þessa sveit.