Stormar [1] (1963-69 / 1998-2017)

Bítlasveitin Stormar var líklega fyrsta siglfirska hljómsveitin sem eitthvað lét að sér kveða fyrir utan Gauta en sveitin naut mikilla vinsælda fyrir norðan og gerðist reyndar svo fræg að koma suður og leika fyrir Reykvíkinga og nærsveitunga í Glaumbæ. Tvennar sögur fara af því hvenær Stormar voru stofnaðir, heimildir segja bæði 1963 og 64 en…

S.O.S. [2] (1978-86)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu SOS eða S.O.S. starfaði á höfuðborgarsvæðinu undir lok áttunda áratugar síðustu aldar og fram á þann níunda, og gerði einkum út á árshátíðarspilamennsku og þess konar samkomur. Sveitin starfaði að minnsta kosti á árunum 1978 til 1986 og var líklega um tríó að ræða, það voru þeir Guðmundur Ingólfsson píanóleikari,…

Vanir menn (1990-2001 / 2008-11)

Það fer ekki mikið fyrir hljómsveitinni Vönum mönnum í íslenskri tónlistarsögu en þessi sveit lék um árabil á dansstöðum borgarinnar auk þess að vera öflug á árshátíðarmarkaðnum, þá komu út nokkur lög með sveitinni á safnplötum. Vanir menn komu fyrst við sögu árið 1990 og virðist hafa spilað nokkuð stopult opinberlega framan af. Sveitina skipuðu…