Fjórir piltar af Grundarstíg (1981)

Hljómsveitin Fjórir piltar af Grundarstíg starfaði innan Verzlunarskóla Íslands að öllum líkindum árið 1981 en hún sérhæfði sig í bítlatónlist. Nafn sveitarinnar kom til af því að Verzlunarskólinn var á þessum tíma til húsa við Grundarstíg en flutti í ársbyrjun 1986 í Ofanleiti. Meðlimir Fjögurra pilta af Grundarstíg voru þeir fóstbræður Jón Ólafsson hljómborðsleikari og…

Maranatha (1981)

Hljómveitin Maranatha starfaði í nokkra mánuði árið 1981, ein heimild sem hana hafa leikið gospelrokk og var hún sögð fyrst sinnar tegundar hérlendis. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Friðrik Steinn Stefánsson hljómborðsleikari, Hafþór Hafsteinsson trommuleikari, Hannes Hilmarsson bassaleikari, John Hansen söngvari og Sigurður Kristinsson gítarleikari. Upphaflega var annar bassaleikari en ekki liggur fyrir nafnið á honum.

Bringuhárin (1982-83)

Hljómsveitin Bringuhárin starfaði í nokkra mánuði á árunum 1982 og 83, hún lék einkum á skóladansleikjum og þess konar böllum. Sveitin var stofnuð haustið 1982, Hafþór Hafsteinsson trommuleikari, Hannes Hilmarsson bassaleikari, Sigurður Kristinsson gítarleikari og söngvari, Jón Ólafsson hljómborðsleikari og söngvari og Stefán Hjörleifsson gítarleikari og söngvari skipuðu hana en hún var starfrækt fram á…

Toppmenn [1] (1983-84)

Hljómsveitin Toppmenn var stofnuð 1983 en hafði þá í raun starfað um tíma, undir nafninu Bringuhárin. Meðlimir þessarar sveitar voru þeir félagar Stefán Hjörleifsson gítarleikari og Jón Ólafsson hljómborðsleikari en aukinheldur innihélt hún Hafþór Hafsteinsson trymbil og Hannes Hilmarsson bassaleikara. Jón var líklega aðalsöngvari Toppmanna. Toppmenn spiluðu heilmikið á skemmtistöðum höfuðborgarinnar og snemma árs 1984 tóku…