Hljómsveit Haraldar Baldurssonar (1956-57)

Hljómsveit Haraldar Baldurssonar starfaði á höfuðborgarsvæðinu á árunum 1956 og 57 að minnsta kosti en sveitin lék þá m.a. í Þórscafe og Breiðfirðingabúð, og einnig á útiskemmtunum og öðrum uppákomum, m.a. skemmtunum bankamanna en Haraldur Baldursson hljómsveitarstjóri starfaði einmitt við Útvegsbankann. Haraldur sem kom úr Vestmannaeyjum lék á gítar í hljómsveit sinni en engar upplýsingar…

H.G. sextett [1] (1949-52)

H.G. sextettinn úr Vestmannaeyjum var ein af fyrstu hljómsveitunum sem þar starfaði og þótti reyndar með bestu hljómsveitum landsins þegar hún var og hét. Haraldur Guðmundsson trompet- og banjóleikari var maðurinn á bak við H.G. sextettinn en hann fluttist til Vestmannaeyja haustið 1949 og stofnaði sveitina þar litlu síðar, sveitin hafði mikil áhrif á tónlistarlífið…

Við þrjú [1] (1973-76)

Þjóðlagatríóið Við þrjú vakti nokkra athygli um miðjan áttunda áratug síðustu aldar án þess þó að senda frá sér plötu, tríóið kom fram m.a. á skemmtunum sem Ferðaleikhúsið stóð fyrir, á héraðsmótum hjá framsóknarflokknum og á hvers kyns þjóðlagahátíðum sem haldnar voru á þessum árum. Meðlimir tríósins voru Ingibjörg Ingadóttir, Guðjón Þór Guðjónsson og Sturla…

Hljómsveit Guðmundar Finnbjörnssonar (1958-65)

Hljómsveit Guðmundar Finnbjörnssonar var danshljómsveit af gamla skólanum og lék lengstum gömlu dansana í Þórscafé við mjög góðan orðstír en sveitin var talin ein sú besta í þeim geiranum. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð 1958 og var að mestu skipuð sömu meðlimum allan tímann, þeir voru Tage Muller píanóleikari, Ásgeir Sverrisson harmonikkuleikari, Jóhannes G.…