Afmælisbörn 30. júlí 2025

Þrjú afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar þennan daginn: Söngkonan Erna Þórarinsdóttir, sem upphaflega kom frá Akureyri er sextíu og sex ára gömul í dag. Erna gerði garðinn frægan með hljómsveitum og söngflokkum eins og Brunaliðinu, Módel, Snörunum, Hver og Ernu Evu Ernu en hefur einnig verið mikið í bakraddasöng og sungið inn á ótal plötur…

Afmælisbörn 30. júlí 2024

Þrjú afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar þennan daginn: Söngkonan Erna Þórarinsdóttir sem upphaflega kom frá Akureyri er sextíu og fimm ára gömul í dag. Erna gerði garðinn frægan með hljómsveitum og söngflokkum eins og Brunaliðinu, Módel, Snörunum, Hver og Ernu Evu Ernu en hefur einnig verið mikið í bakraddasöng og sungið inn á ótal plötur…

Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar (1932-55)

Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar er um margt merkileg hljómsveit eða öllu heldur hljómsveitir því í raun var um að ræða nokkrar sveitir skipaðar mismunandi mannskap hverju sinni og allt frá því að vera tríó og upp í fimmtán manna sveit. Hún var aukinheldur fyrsta danshljómsveit Íslands og að öllum líkindum fyrsta hljómsveit sinnar tegundar sem hafði…

Hljómsveit Björns R. Einarssonar (1945-64)

Hljómsveit Björns R. Einarssonar á sér langa og merkilega sögu, varla er hægt að tala um hana sem eina hljómsveit þar sem mannabreytingar voru miklar í henni alla tíð auk þess sem fjöldi meðlima var mjög misjafn, allt frá því að vera kvartett og upp í þrettán manns. Töluvert er til varðveitt af upptökum með…

Haraldur Guðmundsson [1] (1922-81)

Haraldur Guðmundsson hlýtur að teljast til tónlistarforkólfa en hann hafði mikil áhrif á tónlistarlífið í Vestmannaeyjum og Neskaupstað þar sem hann starfrækti hljómsveitir, stjórnaði kórum og lúðrasveitum og annaðist tónlistarkennslu, þá stofnaði hann einnig Lúðrasveit verkalýðsins og stjórnaði henni þannig að áhrifa hans gætir víða. Haraldur Kristinn Guðmundsson fæddist í Vestmannaeyjum sumarið 1922 og bjó…

H.G. sextett [1] (1949-52)

H.G. sextettinn úr Vestmannaeyjum var ein af fyrstu hljómsveitunum sem þar starfaði og þótti reyndar með bestu hljómsveitum landsins þegar hún var og hét. Haraldur Guðmundsson trompet- og banjóleikari var maðurinn á bak við H.G. sextettinn en hann fluttist til Vestmannaeyja haustið 1949 og stofnaði sveitina þar litlu síðar, sveitin hafði mikil áhrif á tónlistarlífið…

H.G. sextett [2] (1957-62)

Haraldur Guðmundsson trompetleikari sem áður hafði starfrækt þekkta djass- og danshljómsveit í Vestmannaeyjum undir nafninu H.G. sextett flutti austur á Norðfjörð árið 1955 eftir því sem best verður komist og tók þar fljótlega við Lúðrasveit Neskaupstaðar, stofnaði karlakór og reif upp tónlistarlífið í bænum. Vorið 1957 stofnaði Haraldur hljómsveit sem hlaut nafnið H.G. sextett rétt…

Afmælisbörn 30. júlí 2023

Þrjú afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar þennan daginn: Söngkonan Erna Þórarinsdóttir sem upphaflega kom frá Akureyri er sextíu og fjögurra ára gömul í dag. Erna gerði garðinn frægan með hljómsveitum og söngflokkum eins og Brunaliðinu, Módel, Snörunum, Hver og Ernu Evu Ernu en hefur einnig verið mikið í bakraddasöng og sungið inn á ótal plötur…

Afmælisbörn 30. júlí 2022

Þrjú afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar þennan daginn: Söngkonan Erna Þórarinsdóttir sem upphaflega kom frá Akureyri er sextíu og þriggja ára gömul í dag. Erna gerði garðinn frægan með hljómsveitum og söngflokkum eins og Brunaliðinu, Módel, Snörunum, Hver og Ernu Evu Ernu en hefur einnig verið mikið í bakraddasöng og sungið inn á ótal plötur…

Skólahljómsveit Neskaupstaðar (1974-90)

Skólahljómsveit starfaði við Tónskólann í Neskaupstað um nokkurra ára skeið á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og setti heilmikinn svip þar á bæjarbraginn. Tildrög þess að sveitin var stofnuð voru þau að veturinn 1972-73 var sett saman eins konar skólahljómsveit ellefu nemenda og eins kennara til að leika á vortónleikum tónlistarskólans undir stjórn Haraldar…

Mandólínhljómsveit Reykjavíkur (1943-49)

Mandólínshljómsveit Reykjavíkur starfaði í um hálfan áratug á fimmta áratug síðustu aldar og lék þá margsinnis á tónleikum. Sveitin var stofnuð haustið 1943 af Haraldi Guðmundssyni prentara en hann var stjórnandi hennar allan starfstíma hennar. Næstu fimm árin eða svo hélt sveitin tónleika fáeinum sinnum á ári en fjöldi meðlima var yfirleitt í kringum tuttugu,…

Vestmannakórinn (1911-57)

Vestmannakórinn svokallaði starfaði í Vestmannaeyjum í áratugi á síðustu öld og var gerður góður rómur að þessum blandaða kór. Kórinn starfaði í fjölmörg ár áður en hann hlaut í raun nafn og hvað þá skipulagða starfsemi en hann var fyrst settur saman í tilefni af aldarafmæli Jóns Sigurðssonar árið 1911, þá var efnt til hátíðahalda…

Black boys (1941)

Hljómsveitin Black boys var starfrækt sumarið 1941 á Siglufirði en þar var hún húshljómsveit á Hótel Hvanneyri en slíkar hljómsveitir voru algengar á síldarárunum. Meðlimir Black boys voru Karl Karlsson trommuleikari, Gunnar Kristjánsson gítar- og harmonikkuleikari, Haraldur Guðmundsson banjó-, trompet- og fiðluleikari og Róbert Arnfinnsson (síðar leikari) sem lék á harmonikku og píanó.

Hljómsveit Þórarins Óskarssonar (1950-89)

Básúnuleikarinn Þórarinn Óskarsson starfrækti fjölda hljómsveita um ævi sína en þær störfuðu á tímabili sem spannar um fjóra áratugi – þó með mörgum og mislöngum hléum. Fyrsta sveit Þórarins, Þ.Ó. kvintettinn (eða ÞÓ kvintett) starfaði í byrjun sjötta áratugarins en var stofnuð sumarið 1950, meðlimir hennar í upphafi voru líklega auk Þórarins sjálfs þeir Guðni…

Karlakór Norðfjarðar [2] (1959-68)

Karlakór Norðfjarðar hinn síðari starfaði í um áratug eftir því sem heimildir herma. Kórinn hóf æfingar haustið 1959 og æfði þann vetur en hélt sína fyrstu tónleika vorið 1960. Það var þó ekki fyrr en það sama haust að hann var formlega stofnaður, þá voru um þrír tugir söngfélaga í kórnum. Haraldur Guðmundsson var stjórnandi…