Nítró [1] (1989)

Sveitaballa hljómsveitin Nítró starfaði á Sauðárkróki 1989, hugsanlega starfaði þessi sveit um nokkurn tíma. Litlar sem engar upplýsingar er að finna um Nítró, Haukur Freyr Reynisson gæti hafa verið hljómborðsleikari sveitarinnar og söngvari hennar gæti hafa heitað Sigfús. Allar frekari upplýsingar um hina skagfirsku Nítró má senda Glatkistunni.

Don spirit (um 1990 – 2000)

Hljómsveit með þessu nafni starfaði á tíunda áratugnum norðanlands, að öllum líkindum á Sauðárkróki. Einn meðlimur hennar var Haukur Freyr Reynisson hljómborðsleikari en ekki er vitað um aðra meðlimi hennar. Allar upplýsingar eru vel þegnar.

Fretað í fótspor (1989)

Hljómsveitin Fretað í fótspor kemur frá Sauðárkróki, starfandi 1989 en það sama ár keppti hún í Músíktilraunum og var þá skipuð þeim Baldvini I. Símonarsyni gítarleikara, Arnóri Kjartanssyni bassaleikara, Hauki Frey Reynissyni söngvara og hljómborðsleikara og Guðmundi Jónbjörnsyni söngvara og bassaleikara.