Hljómsveit Stefáns Þorleifssonar (1949-60)

Tónlistarmaðurinn Stefán Þorleifsson starfrækti hljómsveitir um árabil um og eftir miðja síðustu öld en sú sem lengst starfaði lék nokkuð samfleytt á árinum 1949 til 1960. Sveit Stefáns var allþekkt en lék aldrei inn á hljómplötur meðan hún starfaði. Stefán hafði árið 1947 starfrækt hljómsveit sem gekk undir nafninu Swingtríó Stefáns Þorleifssonar og er fjallað…

Villikettirnir [1] (um 1970)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði eitt sinn á Skagaströnd og gekk undir nafninu Villikettirnir (eða Villikettir), sveitin var stofnuð árið 1970 en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði. Meðlimir Villikattanna fyrsta árið að minnsta kosti voru þeir Hallbjörn Hjartarson [?], Helgi Gunnarsson [?] og Hjörtur Guðbjartsson [?] en engar upplýsingar er…

Ungir piltar [1] (1944-45)

Hljómsveitin Ungir piltar var starfandi í Hafnarfirði á fimmta áratug síðustu aldar, líklegast á árunum 1944-45. Þeir Eyþór Þorláksson gítar- og harmonikkuleikari og Guðmundur Steingrímsson trommuleikari stofnuðu sveitina en þeir voru þá bara um fimmtán ára gamlir, einnig var Matthías Á. Mathiesen með í byrjun. Fljótlega bættist Vilberg Jónsson harmonikkuleikari við og síðar Bragi Björnsson…