Skapti (1969-70)

Hippasveit sem bar nafnið Skapti var starfandi innan Menntaskólans á Akureyri veturinn 1969-70, jafnvel lengur. Skapti lék á einhverjum samkomum norðan heiða og var skipuð fimm meðlimum, Kristján Pétur Sigurðsson gítarleikari og Helgi Hannesson gítarleikari voru tveir þeirra en ekki finnast upplýsingar um hina þrjá, því er óskað eftir þeim upplýsingum hér með.

Tópaz [1] (1999-2002)

Hljómsveitin Tópaz frá Keflavík gerði ágæta tilraun til að komast inn á sveitaballamarkaðinn um aldamótin, sendi frá sér lög og myndbönd og vakti athygli fyrir framlag sitt í kvikmyndinni Varði fer á vertíð en lognaðist útaf áður en eitthvað meira gerðist. Sveitin var stofnuð haustið 1999 í Keflavík og fór þá þegar að vekja athygli…

Soul 7 (2007)

R&B bandið Soul 7 var stofnað sumarið 2007 af Katrínu Ýr Óskarsdóttur söngkonu og Jónasi Elí Bjarnasyni gítarleikara og söngvara en þau voru þá bæði í tónlistarnámi í Bretlandi. Aðrir sveitarmenn voru Davíð Jones bassaleikari, Helgi Hannesson hljómborðsleikari, Símon Geir Geirsson trommuleikari, Inga Þyri Þórðardóttir og Kjartan Arnald Hlöðversson en þau tvö síðast nefndu sungu…