Tópaz [1] (1999-2002)

Hljómsveitin Tópaz frá Keflavík gerði ágæta tilraun til að komast inn á sveitaballamarkaðinn um aldamótin, sendi frá sér lög og myndbönd og vakti athygli fyrir framlag sitt í kvikmyndinni Varði fer á vertíð en lognaðist útaf áður en eitthvað meira gerðist. Sveitin var stofnuð haustið 1999 í Keflavík og fór þá þegar að vekja athygli…

Soul 7 (2007)

R&B bandið Soul 7 var stofnað sumarið 2007 af Katrínu Ýr Óskarsdóttur söngkonu og Jónasi Elí Bjarnasyni gítarleikara og söngvara en þau voru þá bæði í tónlistarnámi í Bretlandi. Aðrir sveitarmenn voru Davíð Jones bassaleikari, Helgi Hannesson hljómborðsleikari, Símon Geir Geirsson trommuleikari, Inga Þyri Þórðardóttir og Kjartan Arnald Hlöðversson en þau tvö síðast nefndu sungu…