Afmælisbörn 27. maí 2025

Fimm afmælisbörn koma við sögu á afmælislista Glatkistunnar að þessu sinni: Gunnar Ólason söngvari og gítarleikari Skítamórals frá Selfossi er fjörutíu og níu ára gamall á þessum degi. Auk þess að vera einn af Skímó-liðum hefur hann leikið með sveitum eins og Vinum Sjonna, Galeiðunni, Plasti, Spark, Loðbítlum, Nepal og Poppins flýgur. Auk þess var…

Múldýrið (1993-97)

Hljómsveitin Múldýrið starfaði um nokkurra ára skeið í lok síðustu aldar, í henni voru nokkrir síðar þekktir tónlistarmenn. Sveitin var stofnuð sem tríó sem spilaði pönk (árið 1993) en ekki liggur fyrir hverjir skipuðu sveitina þá, Svavar Pétur Eysteinsson (Prins Póló) var þó væntanlega einn þeirra því hann var forsprakki sveitarinnar alla tíð. Fyrst um…

Psychadelic Zündmachine (1993)

Psychadelic Zündmachine var íslensk rokksveit sem átti tvö lög á safnsnældunni Strump 2 en hún kom út 1993. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit, meðlimi hennar eða annað nema að Helgi Örn Pétursson (Singapore Sling, Osmē o.fl.) var einn þeirra, lék líklega annað hvort á gítar eða bassa. Frekari upplýsinga er því óskað…

Carpe diem (1991-92)

Carpe diem var rokksveit úr Reykjavík, stofnuð upp úr annarri sveit Dagfinni dýralækni sem tekið hafði þátt í Músíktilraunum 1991. Sveitin tók þátt í tilraununum árið eftir, 1992 og voru meðlimir hennar þá Franz Gunnarsson gítarleikari (Ensími o.fl.), Guðmundur Jón Ottósson gítarleikari, Helgi Örn Pétursson bassaleikari, Gunnar Sigurðsson söngvari og Björn Hermann Gunnarsson trommuleikari. Sveitin…