Goðakvartettinn (1972-80)

Goðakvartettinn var söngkvartett starfandi innan Karlakórsins Goða sem starfræktur var innan fjögurra hreppa í Suður-Þingeyjasýslu, austan Vaðlaheiðar. Hér er gert ráð fyrir að Goðakvartettinn hafi verið stofnaður um svipað leyti og karlakórinn (1972) en meðlimir kvartettsins munu allir hafa verið starfandi kennarar innan Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði. Í upphafi skipuðu kvartettinn þeir Viktor A. Guðlaugsson fyrsti…

Þrjú á palli (1969-80)

Þjóðlagasveitin Þrjú á palli skipar sér í hóp þekktustu sveita af sinni tegund hérlendis, hún naut mikilla vinsælda á sínum tíma og hafa mörg laga sveitarinnar orðið sígild og heyrast þ.a.l. enn spiluð í útvarpi og útgefin á safnplötum. Hálfgerð tilviljun réði því að tríóið varð að veruleika en Jónas Árnason hafði um haustið 1969…