Ha [2] (um 1977)

Hljómsveit sem bar nafnið Ha starfaði við Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði laust eftir miðjan áttunda áratug síðustu aldar, að öllum líkindum í kringum 1977. Sigurður Matthíasson var söngvari hljómsveitarinnar Ha og einnig var Linda Björk Hreiðarsdóttir (síðar trommuleikari í Grýlunum) meðlimur hennar en ekki liggur fyrir á hvað hún spilaði í sveitinni. Óskað er…

Sturlungar [1] (1966-68)

Bítlasveitin Sturlungar var skólahljómsveit við Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði veturna 1966-67 og 1967-68, og lék þá á dansleikjum og væntanlega öðrum skemmtunum innan skólans. Sturlungar voru stofnaðir haustið 1966 og voru meðlimir hennar fyrra árið þeir Lárus Gunnlaugsson söngvari, Hannes Sigurgeirsson gítarleikari, Stefán M. Böðvarsson gítarleikari, Agnar Eide Hansson bassaleikari og Ingvi Þór Kormáksson…

Stay free [1] (um 1980)

Í kringum 1980 var starfrækt hljómsveit við Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði undir nafninu Stay free (einnig ritað Stayfree). Engar frekar upplýsingar er að finna um þessa sveit en þær væru vel þegnar, þ.e. er varða meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma og fleira sem þykir eiga heima í slíkri umfjöllun.

Skólakór Reykholtsskóla (1932-81)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um skólakór Héraðsskólans í Reykholti í Borgarfirði og því er myndin af sögu hans langt frá því að vera heildstæð. Héraðskólinn í Reykholti eða Reykholtsskóli var settur á laggirnar haustið 1931 og starfaði til 1997, söngkennsla var þar lengst af fastur liður og voru skólakórar starfandi samhliða söngkennslu að…

Camelía 2000 (1981)

Hljómsveitin Camelía 2000 var skammlíf sveit, starfandi haustið 1981 í Héraðsskólanum í Reykholti og lék á einum skóladansleik. Nafn sveitarinnar á sér skírskotun í tegund tíðabinda sem þá voru á markaði. Meðlimir Camelíu 2000 voru Guðný Ása Þorsteinsdóttir söngkona, Jóhann Jónsson söngvari og gítarleikari, Jón Bjarni Guðsteinsson bassaleikari, Torfi Guðlaugsson hljómborðsleikari, Þórarinn Hannesson trommuleikari og…

Glaðir gæjar (1967)

Glaðir gæjar var skammlíf hljómsveit starfandi í Reykholti í Borgarfirði árið 1967 en uppistaðan í þessari sveit voru kennarar við héraðsskólann á staðnum og flestir þeirra kunnir af öðru en hljómsveitastússi. Þetta voru þeir Jónas Árnason söngvari (síðar kunnur sem þingmaður og söngleikja- og textaskáld), Kjartan Sigurjónsson harmonikkuleikari (síðar organisti á Ísafirði og víðar) og…