Hersveitin [1] (1982-83)

Veturinn 1982-83 var starfrækt skólahljómsveit við Samvinnuskólann á Bifröst sem bar heitið Hersveitin en þessi sveit lék á dansleikjum og skemmtunum innan skólans þá um veturinn, m.a. í söngvakeppninni Bifróvision sem var árlegur viðburður þar á sínum tíma. Meðlimir Hersveitarinnar voru þau Pálmi B. Almarsson bassaleikari, Halldór Bachmann hljómborðsleikari, Sigurjón Sigurðsson trommuleikari, Ragnar Þ. Guðgeirsson…

Hersveitin [2] (1983-85)

Hljómsveit var starfrækt á Patreksfirði á fyrri hluta níunda áratugar liðinnar aldar undir nafninu Hersveitin, reyndar hafði hún þá verið starfandi um tíma undir nafninu Útlendingahersveitin en þegar Kolbeinn Þorsteinsson gítarleikari bættist í hópinn vorið 1983 var nafni hennar breytt í Hersveitin, fyrir í sveitinni voru þá Sævar Árnason gítarleikari, Davíð Hafsteinsson trommuleikari og Kristófer…

Hersveitin [3] (1998-2006)

Hersveitin var tríó sem lék töluvert á pöbbum og einnig á almennum dansleikjum víða um land en mest þó á höfuðborgarsvæðinu, um og eftir aldamótin. Sveitin var að hluta til að minnsta kosti skipuð Patreksfirðingum en tveir þriðju sveitarinnar höfðu starfað með sveit á Patreksfirði með sama nafni á níunda áratugnum, það voru þeir Sævar…

Útlendingahersveitin [1] (1982-83)

Útlendingahersveitin var hljómsveit starfandi á Patreksfirði 1982 og 83. Meðlimir hennar voru Sævar Árnason gítarleikari, Davíð Hafsteinsson trommuleikari og Kristófer Kristófersson bassaleikari. Þannig skipuð starfaði sveitin til vorsins 1983 en þá bættist Kolbeinn Þorsteinsson gítarleikari í hópinn og var nafni sveitarinnar breytt í Hersveitin

Útlendingahersveitin [2] (1992 -)

Djasssveitin Útlendingahersveitin var stofnuð 1992 og kom fyrst fram opinberlega á RúRek djasshátíðinni það sama ár. Nafn sitt hlaut sveitin af því að flestir meðlimir hennar bjuggu erlendis, en þeir voru Árni Scheving víbrafónleikari, Þórarinn Ólafsson píanóleikari, Jón Páll Bjarnason gítarleikari, Árni Egilsson kontrabassaleikari og Pétur Östlund trommuleikari. Átta ár liðu áður en Útlendingahersveitin kom…