Austmenn (1967-70)

Hljómsveitin Austmenn starfaði í Neskaupstað um nokkurra ára skeið undir lok sjöunda áratugarins en sveitin hafði verið stofnuð upp úr hljómsveitinni Fónum sem var líklega fyrsta bítlasveitin á Austfjörðum. Austmenn voru stofnaðir á fyrri hluta ársins 1967 og um sumarið lék hún á dansleik í Egilsbúð tengdum 17. júní hátíðarhöldum, og í kjölfarið á nokkrum…

Amon Ra (1971-82)

Amon Ra (AmonRa) er klárlega ein þekktasta hljómsveit Austfirðinga fyrr og síðar og skipar sér með merkilegri sveitum áttunda áratugarins. Fjölmargir síðar þekktir tónlistarmenn fóru í gegnum þessa sveit og mætti kannski segja hana hafa verið eins konar uppeldisstöð tónlistarmanna á sínum tíma en fjöldi þeirra var líklega um fjörutíu, eftir því sem Dr. Gunni segir…

Sjötta plágan (1970)

Austfirska prog-sveitin Sjötta plágan (6. plágan) var skammlíf sveit sem lagði grunninn að einni frægustu sveit landsfjórðungsins, Amon Ra. Sjötta plágan var stofnuð vorið 1970 og lék fram að áramótum en þá var Amon Ra stofnuð úr rústum hennar, meðlimir Plágunnar voru Pjetur Sævar Hallgrímsson trommuleikari, Vilhjálmur Árnason (síðar heimspekingur) söngvari, Hjálmar Bjarnason bassaleikari, Ágúst…