Hver sagði skál? (1989-92)

Hljómsveitin Hver sagði skál? starfaði innan Menntaskólans að Laugarvatni um þriggja ára skeið, á árunum 1989 til 1992. Sveitina skipuðu þeir Hjörtur Freyr Vigfússon söngvari og gítarleikari, Svanur Þór Karlsson trommuleikari, Sigurður Már Gunnarsson bassaleikari og Sigmundur Sigurgeirsson hljómborðsleikari. Á einhverjum tímapunkti voru þeir Steinþór Eiríksson og Valdimar Steinar Einarsson starfandi söngvarar hljómsveitarinnar og um…

The Hope (1987-88)

Hljómsveitin The Hope starfaði við Kirkjubæjarskóla á Kirkjubæjarklaustri á árunum 1987 til 88 en hún hafði verið stofnuð þar að áeggjan Guðmundar Óla Sigurgeirssonar kennara sem hafði þá séð um að hljóðkerfi var keypt við skólann. Meðlimir sveitarinnar voru í upphafi þeir Hjörtur Freyr Vigfússon trommuleikari og söngvari, Jón Geir Birgisson bassaleikari og Frosti Jónsson…

Greifarnir [1] (um 1982)

Á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar starfaði dúett á Kirkjubæjarklaustri undir nafninu Greifarnir. Meðlimir dúettsins voru þeir Kristján Björn Þórðarson og Hjörtur Freyr Vigfússon en þeir voru þá líklega á aldrinum tólf til fjórtán ára gamlir og munu hafa komið lítillega opinberlega fram, ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan Greifanna.

Væringjar (1990-91)

Hljómsveitin Væringjar starfaði á Kirkjubæjarklaustri í upphafi síðasta áratugar 20. aldarinnar og lék þá mestmegnis á dansleikjum í heimabyggð. Sveitin hafði áður gengið undir nöfnunum The Hope og Volvo og gengið í gegnum einhverjar mannabreytingar en meðlimir undir Væringjanafninu voru þeir Hjörtur Freyr Vigfússon gítarleikari og söngvari, Jón Geir Birgisson trommuleikari, Frosti Jónsson sem lék…

Volvo (1989)

Hljómsveitin Volvo kom frá Kirkjubæjarklaustri og starfaði árið 1989. Sveitin var stofnuð um vorið en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði, flestir meðlima hennar höfðu áður verið í hljómsveitinni The Hope en þeir voru Hjörtur Freyr Vigfússon gítarleikari og söngvari, Jón Geir Birgisson trommuleikari, Frosti Jónsson hljómborðs- og píanóleikari og Valdimar Steinar Einarsson bassaleikari…

Dægurlagakombóið (1994-)

Dægurlagakombóið var og er svolítið sérstök hljómsveit að því leyti að skipan hennar er sjaldnast sú sama. Ástæðan er sú að upphaflega var hún sett saman fyrir eitthvert eitt gigg árið 1994 sem heppnaðist vel, og í kjölfarið var sveitin bókuð á annað gigg þar sem aðrir hlupu í skarð þeirra sem forfölluðust. Þannig gekk…