HLH flokkurinn [2] (1990)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem gekk undir nafninu HLH flokkurinn en sveitin mun hafa keppt í hæfileikakeppni Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi árið 1990. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan en mestar líkur eru á að sveitin hafi verið stofnuð og starfrækt eingöngu í kringum fyrrgreinda hæfileikakeppni.

Haraldur Sigurðsson [2] (1942-)

Flestir þekkja nafn Haraldar Sigurðsson, Halla – sem helminginn af tvíeykinu Halli og Laddi og einnig sem einn þremenninganna í HLH-flokknum, hann var í þeim í eins konar „skuggahlutverkum“ og sjaldnast í aðal sviðsljósinu en þegar grannt er skoðað á Halli býsna merkilegan og vanmetinn söng- og skemmtikraftaferil sem á skilið miklu meiri athygli en…

Glámur og Skrámur (1971-)

Þeir félagar Glámur og Skrámur eru vel kunnir fyrir framlag sitt í íslenskri leikbrúðusögu en þeir, og einkum Skrámur heyrast í útvarpi fyrir hver jól. Saga þeirra Gláms og Skráms nær aftur til 1970 þótt þeir hafi ekki birst landsmönnum fyrr en snemma árs 1971, forsagan var sú að Andrés Indriðason hafði skrifað nokkra leikþætti…

HLH flokkurinn [1] (1978-89)

HLH-flokkurinn (stofnaður sumarið 1978) samanstóð af þeim bræðrum Halla og Ladda (Haraldi og Þórhalli Sigurðssonum), auk Björgvins (Helga) Halldórssonar en nafn flokksins var myndað úr upphafsstöfum þeirra félaga. HLH var söngflokkur undir áhrifum frá sjötta áratug 20. aldarinnar og lengst af mun ekki hafa verið fastráðin hljómsveit með þeim þegar þeir komu fram opinberlega, heldur…

HLH flokkurinn [1] – Efni á plötum

HLH flokkurinn – Í góðu lagi Útgefandi: Hljómplötuútgáfan / Skífan Útgáfunúmer: JUD 021 / JCD 021 Ár: 1979 / 1989 1. Minkurinn 2. Riddari götunnar 3. Hermína 4. Nesti og nýja skó 5. Ég mun bíða uns þú segir já 6. Kolbrún 7. Þú ert sú eina 8. Lífið yrði dans 9. Seðill 10. Kveðjan (Farinn…