Guðmundur Finnbjörnsson (1923-2009)

Guðmundur (Ólafur) Finnbjörnsson (f. 1923) starfrækti hljómsveit um árabil undir eigin nafni en hún lék lengi í Þórscafé. Guðmundur fæddist á Ísafirði, byrjaði þar tónlistarferil sinn, lék á trompet með Lúðrasveit Ísafjarðar og með ónefndri danshljómsveit, hann lék síðan með ýmsum sveitum s.s. Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar, Sextett Steinþórs Steingrímssonar, Hljómsveit Björns R. Einarsson, Hljómsveit Braga Hlíðberg,…

Hljómsveit Guðmundar Finnbjörnssonar (1958-65)

Hljómsveit Guðmundar Finnbjörnssonar var danshljómsveit af gamla skólanum og lék lengstum gömlu dansana í Þórscafé við mjög góðan orðstír en sveitin var talin ein sú besta í þeim geiranum. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð 1958 og var að mestu skipuð sömu meðlimum allan tímann, þeir voru Tage Muller píanóleikari, Ásgeir Sverrisson harmonikkuleikari, Jóhannes G.…