Hljómsveit Jóns Sigurðssonar [3] (1978-92)

Hljómsveit Jóns Sigurðssonar bankamanns lék fyrir gömlu dönsunum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið frá því undir lok áttunda áratugar síðustu aldar og fram á þann tíunda en dansleikir sveitarinnar voru kjörinn félagslegur vettvangur fyrir þá sem komnir voru af allra léttasta skeiðinu. Jón Sigurðsson sem hér er um rætt var yfirleitt kallaður Jón í bankanum eða…

Hljómsveit Jóns Sigurðssonar [1] (1947-49 / 1961 / 1964)

Jón Sigurðsson trompetleikari eins og hann var yfirleitt nefndur (til aðgreiningar frá Jóni Sigurðssyni í bankanum og Jóni Sigurðssyni bassaleikara) var frá Akureyri og þar starfaði hann með og starfrækti hljómsveitir á yngri árum. Hann var tvítugur þegar hann stofnaði hljómsveit í eigin nafni sem lék mestmegnis á Hótel Norðurlandi en einnig á skemmtunum og…

Hljómsveit Jóns Sigurðssonar [2] (1954-93)

Jón Sigurðsson bassaleikari eða Jón bassi, eins og hann var iðulega kallaður til aðgreiðingar frá nöfnum sínum Jóni trompetleikara og Jóni í bankanum (og reyndar fleirum), stjórnaði ógrynni hljómsveita um ævi sína – þar var bæði um að ræða danshljómsveitir sem léku á skemmtistöðum og félagsheimilum víða um land og einnig hljómsveitir sem hann stjórnaði…

Hljómsveit Hjördísar Geirs (1985 / 1992-2009)

Segja má að tvær hljómsveitir megi kenna við söngkonuna Hjördísi Geirsdóttur, annars vegar var um að ræða hljómsveit sem Hjördís söng með haustið 1985 á skemmtistaðnum Ríó við Smiðjuveg í Kópavogi í nokkur skipti en engar upplýsingar er að finna um þá sveit, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan aðrar en að hún lék gömlu dansana og…

Sextett Jóns Sigurðssonar (1967-70)

Sextett Jóns Sigurðssonar starfaði um tæplega þriggja ára skeið undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar og var þá nokkuð á skjön við vinsælustu hljómsveitir landsins sem flestar léku bítla- og hippatónlist á þeim tíma, sextettinn þjónaði hins vegar eldri markhópi og naut töluverðra vinsælda. Sveitin var húshljómsveit í Þórscafé, hafði þar tekið við af Lúdó…

Kristbjörg Löve (1947-2002)

Söngkonan Kristbjörg (Didda) Þorsteinsdóttir Löve var mörgum unnendum gömlu dansanna kunn en hún var söngkona í mörgum vinsældum danshljómsveitum á áttunda og níunda áratug 20. aldarinnar. Kristbjörg (f. 1947) hóf að syngja með danshljómsveitum um 1970, fyrst með G.P. kvintettnum en síðar með ýmsum sveitum eins og hljómsveitum Gunnars Ormslev, Jóns Páls Bjarnasonar (á Hótel…