Hljómsveit Þórarins Guðmundssonar (1914-58)

Þórarinn Guðmundsson var fyrstur Íslendinga til að nema sig í fiðluleik hér á landi og var þ.a.l. viðloðandi flestar þær hljómsveitir sem störfuðu fyrstu áratugi 20. aldarinnar, reyndar er þó ekki alltaf ljóst hverjar þessara sveita störfuðu í nafni Þórarins og hverjar voru Hljómsveit Reykjavíkur eða Útvarpshljómsveitin sem hann starfaði með og stjórnaði um tíma.…

Hljómsveit Reykjavíkur [2] (1925-47)

Hljómsveit hafði verið sett á laggirnar í tengslum við konungskomu Kristjáns X árið 1921, undir nafninu Hljómsveit Reykjavíkur og hafði sú sveit starfað í fáein ár við kröpp kjör áður en hún lognaðist endanlega útaf haustið 1924. Þessi sveit hafði verið sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis en um var að ræða litla sinfóníuhljómsveit – um…

Hljómsveit Reykjavíkur [1] (1920-24)

Hljómsveit Reykjavíkur hin fyrsta starfaði á fyrri hluta þriðja áratugs síðustu aldar og var ein fyrsta ef ekki allra fyrsta tilraun Íslendinga til að halda úti hljómsveit sem lék klassíska tónlist. Árið 1920 stóð til að konungur Íslands, Kristján X kæmi hingað til lands í heimsókn og af því tilefni var sveitin stofnuð af Þórarni…

Hljómsveit Reykjavíkur [3] (1993)

Haustið 1993 starfaði hljómsveit undir nafninu Hljómsveit Reykjavíkur, hún var sett sérstaklega saman til að leika á viðhafnardansleik í Perlunni í tilefni af Degi íslenskrar tónlistar en viðburðurinn var á vegum tónlistarráðs. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa hljómsveit, hverjir skipuðu hana, hver hljóðfæraskipan hennar var, hversu stór sveitin var eða hvort hún…

Strengjasveit Tónlistarfélagsins í Reykjavík (1943-47)

Strengjasveit Tónlistarfélagsins í Reykjavík var ekki eiginleg eining innan tónlistarfélagsins heldur hluti af Hljómsveit Reykjavíkur sem þá starfaði innan félagsins, þannig gat strengjasveitin verið nokkuð misjöfn að stærð, allt niður í tríó eða kvartett en yfirleitt var hér um tólf manna sveit að ræða. Sveitin kom fyrst fram opinberlega þegar ellefu meðlimir úr Hljómsveit Reykjavíkur…

Victor Urbancic (1903-58)

Victor Urbancic (fæddur Urbantschitssch) var Austurríkismaður (f. 1903) sem fluttist til Íslands á vegum Tónlistarfélags Reykjavíkur 1938 en hann flúði hingað til lands undan nasistum. Victor hafði lagt stund á píanó- og orgelleik í Vín auk hljómfræði, og hafði m.a. stjórnað skólahljómsveit þar og komið fram bæði sem einleikari og leikið í hljómsveitum í Austurríki,…