B.R.A. (1991-93)

Hljómsveitin B.R.A. (einnig ritað BRA) kom frá Húsavík, var skipuð ungum meðlimum og spilaði pönk líkt og margar aðrar sveitir á Húsavík um og eftir 1990. Meðlimir þessarar sveitar voru Ólafur Þórarinsson söngvari, Jóhann Jóhannsson gítarleikari, Valdimar Óskarsson bassaleikari og Hlynur Þór Birgisson trommuleikari. Sveitin var skráð til leiks líklega bæði 1992 og 93 en…

Torture [2] (1994)

Húsvíska dauðarokksveitin Torture keppti í Músíktilraunum vorið 1994, svolítið eftir að dauðarokksenan hafði náð hámarki hér á landi. Sveitin komst ekki í úrslit en meðlimir hennar voru Arngrímur Arnarson gítarleikari, Snæbjörn Ragnarsson gítarleikari, Brynjúlfur Sigurðsson söngvari og bassasleikari og Hlynur Þór Birgisson trommuleikari. Kjarni sveitarinnar átti eftir að birtast fáeinum árum síðar í pönksveitinni Innvortis.

Hreinar nálar (1993-94)

Hljómsveitin Hreinar nálar starfaði á árunum 1993 og 94 á Húsavík. Sveitin sem upphaflega gekk undir nafninu Hreinar nálar við innganginn, innihélt Hans Wium söngvara (Hrafnar), Guðmund Svafarsson bassaleikara (Ræsið, Roð, Ljótu hálfvitarnir o.fl.), Hlyn Þór Birgisson trommuleikara (B.R.A.), Eggert Hilmarsson gítarleikara (Rotþróin, Ljótu hálfvitarnir o.fl.) og Borgar Þór Heimisson söngvara (Rotþróin, Geimharður og Helena, Drep).…