Hljómsveit André Bachmann (1984-91)

Það sem kallað hefur verið Hljómsveit André Bachmann er í raun nokkrar og misstórar hljómsveitir, tríó og dúettar undir stjórn André, margt er reyndar óljóst í sögu þeirra og mega lesendur gjarnan fylla upp í þær eyður eftir því sem þurfa þykir. Fyrstu heimildir um sveit undir þessu nafni eru frá árinu 1984 en þá…

Boogie [1] (1988-89)

Danhljómsveit sem bar heitið Boogie starfaði í um ár, 1988 og 89. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Ari Jónsson söngvari og trommuleikari, Albert Pálsson söngvari og hljómborðsleikari, Gunnar Guðjónsson bassaleikari og Sverrir Konráðsson gítarleikari. Hörður Friðþjófsson gítarleikari var um tíma í sveitinni, ekki liggur þó fyrir hvort hann tók við af Sverri eða var samtíða honum…

Alto [2] (1965-66)

Hljómsveitin Alto var starfandi í Kennaraskólanum árin 1965 og 66, í fyrstu sem skólahljómsveit. Meðlimir sveitarinnar voru Gísli Baldvinsson trommuleikari, Guðmundur Óli Sigurgeirsson söngvari og hljómborðsleikari, Hermann Brynjólfsson bassaleikari, Hörður Friðþjófsson gítarleikari, Hallur Páll Jónsson gítarleikari og Þóra Grímsdóttir söngkona. Einnig gætu hafa komið við sögu söngvararnir Baldvin [?] og Anna Fugaro. Sveitin varð fremur…

Classic (1966-69)

Hljómsveitin Classic var stofnuð upp úr annarri sveit sem bar heitið Alto, og starfaði hún á árunum 1966-69. Meðlimir Classic voru Guðmundur Óli Sigurgeirsson söngvari og orgelleikari sem stofnaði sveitina 1966, Guðmundur Sigurðsson söngvari og bassaleikari, Magnús Ólafsson gítarleikari og söngvari, Gunnar E. Hübner trommuleikari og Hörður Friðþjófsson gítarleikari. Þannig var sveitin skipuð til ársins…

Sambandið (1989-95)

Hljómsveitin Sambandið var nokkuð áberandi á sínum tíma og herjaði einkum á árstíðar- og þorrablótamarkaðinn. Sveitin var stofnuð 1989 og var ráðin sem húshljómsveit í Þórscafé. Fyrst um sinn voru meðlimir hennar Reynir Guðmundsson söngvari, Bjarni Helgason trommuleikari og söngvari, Gunnar Guðjónsson bassaleikari, Albert Pálsson hljómborðsleikari og söngvari og Hörður Friðþjófsson gítarleikari. Smám saman fór…

Pass [4] (1992-)

Hljómsveitin Pass frá Hveragerði hefur skemmt heimafólki og nærsveitungum um árabil og meira að segja gefið út tónlist sína. Tíðar mannabreytingar hafa þó einkennt sveitina eins og oft er með langlífar hljómsveitir. Pass var stofnuð 1992 í blómabænum Hveragerði en stofnliðar sveitarinnar voru Kristinn Grétar Harðarson trommuleikari og söngvari, Óttar Hrafn Óttarsson söngvari, Sölvi Ragnarsson…