Skárren ekkert (1992-)

Skárren ekkert var töluvert þekkt hljómsveit um tíma þótt hún væri ekki beinlínis í vinsældapoppinu, margir sóttust þó eftir að komast á tónleika með sveitinni sem lék fjölbreytta tónlist á borð við kvikmynda- og leikhústónlist, kaffihúsatónlist eða jafnvel bara þjóðlög, íslensk og erlend. Hún er þó líklega þekktust fyrir frumsamda tónlist sína fyrir leikhús og…

Bugjuice (1995)

Hljómsveitin Bugjuice var meðal flytjenda á plötu með tónlistinni úr kvikmyndinni Ein Stór fjölskylda (1995) en framlag þeirra þar var það eina sem kom frá sveitinni. Bugjuice var rappsveit en með sýrufönkívafi og voru meðlimir hennar Hrannar Ingimarsson gítarleikari og forritari, Jón O. Guðmundsson söngvari og trompetleikari, Eiríkur Þorleifsson bassaleikari og Kjartan Guðnason trommuleikari.

Limbó [3] (1991)

Hljómsveitin Limbó (virðist líka hafa gengið undir nafninu Stórveldið og stuðsamtökin Limbó) var starfandi 1990 í Menntaskólanum í Reykjavík (MR) og var skipuð þeim Páli Garðarssyni saxófónleikara, Frank Þóri Hall gítarleikara, Guðmundi Steingrímssyni hljómborðsleikara og söngvara, Hrannari Ingimarssyni gítarleikara, Eiríki Þórleifssyni bassaleikara og Kjartani Guðnasyni trommuleikara en þeir áttu meira og minna allir eftir að…