Varúð (1970)

Hljómsveitin Varúð starfaði í nokkra mánuði árið 1970 og lék nokkuð á dansleikjum, mest líklega þó hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Sveitin var sextett og meðlimir hennar voru Erlingur H. Garðarsson bassaleikari, Hreiðar Sigurjónsson saxófón- og klarinettuleikari, Pétur S. Hallgrímsson trommuleikari, Ásgeir Valdimarsson gítarleikari, Smári Haraldsson orgelleikari og Sigrún Sigmarsdóttir söngkona. Þegar Sigrúnu bauðst að ganga…

Bláber (1974-75)

Hljómsveitin Bláber starfaði um eins og hálfs árs skeið um miðjan áttunda áratug 20. aldarinnar og lék eins konar proggrokk sem reyndar hafði verið meira áberandi fáeinum árum fyrr. Meðlimir Blábers í upphafi voru Halldór [?] trommuleikari, Meyvant Þórólfsson, Benedikt Torfason gítarleikari og Pétur Hjálmarsson bassaleikari. Þeir Benedikt og Pétur sungu. Vorið 1975 urðu miklar…

Lítið eitt (1970-76)

Þjóðlagasveitin Lítið eitt starfaði um árabil á áttunda áratug síðustu aldar og skipaði sér meðal þeirra fremstu í þjóðlagageiranum meðan hún var og hét. Sveitin var stofnuð sem tríó snemma árs 1970 í Hafnarfirði og var þá skipuð Gunnari Gunnarssyni, Hreiðari Sigurjónssyni og Steinþóri Einarssyni, sem allir léku á gítara. Þeir sáu að slíkt væri…