Bláber (1974-75)

Bláber

Hljómsveitin Bláber starfaði um eins og hálfs árs skeið um miðjan áttunda áratug 20. aldarinnar og lék eins konar proggrokk sem reyndar hafði verið meira áberandi fáeinum árum fyrr.

Meðlimir Blábers í upphafi voru Halldór [?] trommuleikari, Meyvant Þórólfsson, Benedikt Torfason gítarleikari og Pétur Hjálmarsson bassaleikari. Þeir Benedikt og Pétur sungu.

Vorið 1975 urðu miklar breytingar á skipan sveitarinnar þegar Hlöðver Smári Haraldsson hljómborðleikari, Vilhjálmur Guðjónsson gítarleikari og Sophus Björnsson trommuleikari gengu til liðs við sveitina en Pétur var þá einn eftir af upprunalegu meðlimunum. Þannig skipuð starfaði Bláber fram á haustið en þá bættust þrír blásarar í sveitina, þeir Stefán S. Stefánsson saxófónleikari, Birgir Einarsson trompetleikari og Hreiðar H. Sigurjónsson saxófónleikari.

Við þessar mannabreytingar breyttist tónlistin mikið og tóku þeir félagar þá upp nýtt nafn, Galdrakarlar, og störfuðu upp frá því undir nýja nafninu.