Stórhljómsveit Hvanneyrar (um 1988)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem líkur eru á að hafi verið starfandi undir nafninu Stórhljómsveit Hvanneyrar. Þessi sveit hafði verið starfandi árið 1988 eða einhvern tímann fyrir þann tíma en hér er óskað eftir frekari upplýsingum um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan og annað sem þætti við hæfi í umfjöllun um hana.

Skólakór Bændaskólans á Hvanneyri (1935-91)

Sönglíf var í miklum blóma lengi vel við Bændaskólann á Hvanneyri en þar hefur verið skólasetur allt frá árinu 1889 þegar búnaðarskóli var þar settur á stofn, 1907 varð skólinn að Bændaskólanum á Hvanneyri og í dag gengur hann undir nafninu Landbúnaðarháskóli Íslands. Elstu heimildir um skólakór á Hvanneyri eru frá vetrinum 1935-36 en þá…

Samkór Hvanneyrar (1977-89)

Samkór Hvanneyrar starfaði á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en ekki liggur þó fyrir hvort það var alveg samfleytt, víst er þó að kórinn starfaði á árunum 1977 til 79 og 1988 til 89. Kórinn sem var skipaður meðlimum úr Kirkjukór Hvanneyrar og nemendum úr Bændaskólanum á Hvanneyri var undir stjórn Ólafs Guðmundssonar organista…