Afmælisbörn 19. júlí 2025

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Söngkonan Mjöll Hólm (Friðbjarnardóttir) fagnar áttatíu og eins árs afmæli sínu á þessum degi. Flestir minnast laga hennar, Jón er kominn heim og Mamy blue sem komu út á litlum plötu á sínum tíma en hún hefur einnig gefið út tvær breiðskífur í eigin nafni. Mjöll…

Hljómsveit Ingu Eydal [2] (2006 / 2009)

Tvívegis komu fyrr á þessari öld hljómsveitir fram á Akureyrarvöku (sumurin 2006 og 2009) undir nafninu Hljómsveit Ingu Eydal, ekki var þó um að ræða sömu sveit og starfrækt hafði verið undir lok 20. aldarinnar undir nafninu Hljómsveit I. Eydal. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi eða hljóðfæraskipan hljómsveitar Ingu en seinna árið (2009)…

Hljómsveit I. Eydal (1993-99)

Hljómsveit I. Eydal var í raun sama hljómsveit og Hljómsveit Ingimars Eydal sem hafði starfað um áratuga skeið á Akureyri en þegar Ingimar lést snemma árs 1993 var afráðið að sveitin starfaði áfram undir þessu nafni – þá var dóttir Ingimars, Inga Dagný Eydal söngkona hljómsveitarinnar þannig að I-ið í nafni sveitarinnar gat staðið fyrir…

Astró tríó (1979-82)

Astró tríó var akureysk hljómsveit sem Ingimar Eydal starfrækti á árunum 1979-82, á því tímabili sem Hljómsveit Ingimars Eydal var í nokkurra ára pásu. Tríóið var skipað þeim Ingimar sem lék á hljómborð, Grétari Ingvarssyni gítarleikara og Rafni Sveinssyni trommuleikara en sveitin lék einkum á Hótel KEA á Akureyri. 1980 bættist dóttir Ingimars í hópinn,…

Áning (1985-86)

Hljómsveitin Áning var raunverulega Hljómsveit Ingimars Eydal, án Ingimars reyndar en sveitin gekk undir þessu nafni veturinn 1985-86 þegar Ingimar fór í framhaldsnám suður til Reykjavíkur. Áning (sem stendur fyrir Án Ingimars) var skipuð þeim hinum sömu og voru þá í hljómsveit Ingimars, en þau voru Inga Eydal söngkona (dóttir Ingimars), Grímur Sigurðsson bassaleikari, Brynleifur…