Sveitasveitin Hundslappadrífa (1994-2005)

Sveitasveitin Hundslappadrífa vakti nokkra athygli undir lok síðustu aldar þegar sveitin sendi frá sér plötu en tónlist hennar þótti svolítið sér á báti, frumsamið þjóðlagaskotið rokk með vönduðum textum knúin af fremur óhefðbundinni hljóðfæraskipan. Sögu Hundslappadrífu má rekja allt aftur til 1994 þegar bræðurnir Þorkell Sigurmon og Þormóður Garðar Símonarsynir frá Görðum í Staðarsveit á…

Blátt áfram [1] (1987-88)

Hljómsveitin Blátt áfram var skipuð ungum meðlimum 1987-88 og kom fyrst fram opinberlega í hljómsveitakeppninni í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1987, hvar hún lenti í öðru sæti á eftir Nýdanskri. Litlar upplýsingar hafa fundist um sveitina aðrar en að trommuleikari hennar færði sig á gítar þegar nýr trymbill, Ingólfur Sigurðsson (Rauðir fletir) gekk til liðs við…